top of page

 

 

Þreytt 

sívalningslaga

með harða höfuðskel

bitkjálka

þrjú pör fóta.

 

Fullvaxin, tilbúin

í silkihjúpinn spunnin

skaðvaldur á gróðri; villtum, ræktuðum,

kornbirgðum, vefnaði, prjónlesi, meðal annars.

 

Kannski á morgun.

Kannski á morgun myndi hún vakna sem fiðrildi.

bottom of page