top of page
Kannski verður gegnumtrekkurinn óþolandi eftir einhvern tíma
en þegar hér er komið við sögu
langar mig hvorki að loka glugganum né dyrunum
mig langar bara að leyfa honum að streyma í gegn
hvernig sem viðrar
hvort sem hafið gárar létt við andvara
eða loftið fyllist af löðri og úða
hafið alhvítt
ekkert skyggni
miklar skemmdir á mannvirkjum.
Þannig erum við
svona gola
jafn vel stinningsgola
um þrjú fjögur vindstig
eða tíu ellefu tólf
rok ofsaveður fárviðri
bottom of page